Ferill 628. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1003  —  628. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á mörkum Suðvesturkjördæmis og Reykjavíkurkjördæma suður og norður.

(Lagt fyrir Alþingi á 126. löggjafarþingi 2000–2001.)



1. gr.

    Mörk Suðvesturkjördæmis og Reykjavíkurkjördæma suður og norður í suðurhlíðum Úlfarsfells skulu ákvarðast af eftirtöldum hnitum í hnitakerfi Reykjavíkur frá 1951:

Nr. x-hnit y-hnit
1 1 1 9 8 6 . 4 1 8 3 7 9 . 1
2 1 1 3 9 9 . 4 0 0 1 8 3 0 4 . 7 3 0
3 1 0 7 5 9 . 3 5 1 1 8 0 8 8 . 6 7 2
4 1 0 5 3 9 . 4 0 2 1 8 0 1 5 . 4 9 0
5 1 0 4 1 8 . 8 0 2 1 7 9 7 2 . 1 2 4
6 1 0 2 8 8 . 6 9 3 1 7 9 3 0 . 7 3 1
7 1 0 2 8 0 . 4 3 1 1 7 9 2 8 . 5 5 9
8 9 9 3 8 . 8 4 4 1 7 8 1 3 . 0 9 5
9 9 9 2 8 . 8 0 9 1 7 8 1 0 . 0 8 6
10 9 4 6 7 . 3 3 7 1 7 6 5 4 . 8 5 7
11 9 8 8 4 . 9 6 8 1 7 3 3 3 . 8 3 5
12 9 9 3 6 . 3 4 4 1 7 3 8 2 . 3 7 1
13 9 9 9 7 . 5 8 7 1 7 3 3 8 . 6 2 8
15 1 0 0 5 6 . 3 3 4 1 7 2 1 0 . 6 4 0
16 1 0 1 4 7 . 1 9 4 1 7 2 1 1 . 7 5 3
17 1 0 1 5 0 . 2 0 4 1 7 2 1 1 . 8 0 0
18 1 0 1 5 0 . 3 4 0 1 7 2 1 1 . 7 9 0
19 1 0 1 4 9 . 5 7 0 1 7 1 7 2 . 4 9 0
20 1 0 1 5 5 . 1 9 3 1 6 7 2 3 . 5 5 9
21 1 0 1 7 2 . 0 8 3 1 6 7 1 8 . 6 3 4
22 1 0 1 8 2 . 6 3 6 1 6 7 1 7 . 7 9 2
23 1 0 2 0 7 . 6 1 0 1 6 7 2 7 . 9 2 0
24 1 0 2 2 9 . 6 9 5 1 6 7 2 3 . 7 6 6

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Samkvæmt heimild í 2. mgr. 3. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45 3. júní 1998, hefur félagsmálaráðuneytið hinn 30. mars 2001 breytt mörkum Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar til staðfestingar á samkomulagi milli sveitarfélaganna í 3. tölul. samnings þeirra, dags. 28. febrúar 2001.
    Samkvæmt því breytast mörk sveitarfélaganna þannig að suðurhlíðar Úlfarsfells, sem eru innan marka Mosfellsbæjar, verða innan marka Reykjavíkur svo sem sýnt er á meðfylgjandi hnitasettum uppdrætti sem er jafnframt fylgiskjal 1 með samningnum.
    Á þessu landssvæði búa um 30 manns sem nú eiga kosningarrétt í Suðvesturkjördæmi. Meginhluti þessa lands er í eigu Reykjavíkurborgar. Nú hefur verið ákveðið að skipuleggja landið fyrir íbúðabyggð og atvinnusvæði og þykir nauðsynlegt að byggð þar fylgi Reykjavíkurkjördæmi.
    Í 2. mgr. 6. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 24 16. maí 2000, segir að verði mörkum sveitarfélaga breytt og varði slík breyting mörk kjördæma skuli þau mörk þó haldast óbreytt. Samkvæmt 2. mgr. 129. gr. laganna verður ákvæðum um kjördæmamörk ekki breytt nema með samþykki . atkvæða á Alþingi, sbr. 6. mgr. 31. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33 17. júní 1944, sbr. 1. gr. laga nr. 77/1999.
    Með frumvarpi þessu er lagt til að Alþingi samþykki breytingar á mörkum Suðvesturkjördæmis og Reykjavíkurkjördæma suður og norður til samræmis við samkomulag sveitarfélaganna. Breytingarnar öðlast eigi gildi nema Alþingi samþykki þær með . atkvæða.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Fylgiskjal I.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal II.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á mörkum Suðvesturkjördæmis og
Reykjavíkurkjördæma suður og norður.

    Með frumvarpi þessu er lagt til að Alþingi samþykki breytingar á mörkum Suðvesturkjördæmis og Reykjvíkurkjördæma suður og norður til samræmis við samkomulag milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar. Að mati fjármálaráðuneytisins hefur frumvarpið engan kostnað í för með sér fyrir ríkissjóð.